| 
  • If you are citizen of an European Union member nation, you may not use this service unless you are at least 16 years old.

  • Finally, you can manage your Google Docs, uploads, and email attachments (plus Dropbox and Slack files) in one convenient place. Claim a free account, and in less than 2 minutes, Dokkio (from the makers of PBworks) can automatically organize your content for you.

View
 

ljodasamkeppni

Page history last edited by PBworks 13 years, 5 months ago

Ljóðasamkeppni Þórshamars

 

Öll ljóð velkomin sem geta fallið undir skilgreininguna ljóð.

Í verðlaun eru:

birting ljóðsins á vefnum og frekari útgáfa hjá Þórshamar

bók á máli því sem ljóðið er ritað á.

Samkeppnin stendur til 9. septembers 2007

Sendið ljóð inn hér: thorshamarsf@gmail.com

 

Í dómnefnd sitja nokkrir velhæfir einstaklingar sem verða tilkynntir síðar.

Öll ljóðin sem berast verða birt á vef Þórshamars svo menn geti valið ljóðið sem þeir myndu verðlauna

 

Ljóðasamkeppnin hin fyrsta

er liðin en hér birtast ljóðin sem í hana bárust í þeirri röð sem þau skiluðu sér inn:

 

Engill

Þetta er engill.

 

Hann hjálpar mikið. Hann er góður, skemmtilegur og duglegur.

 

 

Þetta er engill.

 

Hann er að skreyta sig fyrir jólin.

 

 

Þetta er engill.

 

Hann er að fara að opna kistuna.

Í kistunni eru jólin.

 

 

 

Jökull Logi Arnarsson,, samið í kringum 2000.

 

 

 

Reitt barnshjarta (about geir ólafs)

barnið blíða er eigi lengur blítt,

nú er það reiður unglingur,

sem er lítt strítt,

fái það fimmaur þá fer það í ríkið,

kaupir sér smá vodka,

og útí sjóinn með líkið

 

 

 

Jökull Logi Arnarsson,, samið í kringum 2006

 

 

 

Austurfjarðarskagablús

 

Austurfjarðarskagi, hvert fórst þú?

Fórst´út í skuggann með oss?

Misnotaði þig, lítið hross?

Girti það niður um þig?

Stakk hendi þinni inní sig?

Þú fellur niður af ást.

 

Hin hendin í sóma,

er þú dansar í kóma

og finnur líf þitt fjara út...

áttu vasaklút?

Mér finnst ég þurfa að snýta,

mér finnst ég þurfa að snýta.

 

 

Jökull Logi Arnarsson,, samið í kringum 2006

 

"Fairytale Of Life"

 

 

Come see the pain of our modern day society

Come see the hate of our modern day society

Come see the filth of our modern day society

Brought upon by organized religion

 

Ignorance is a common thing in our world

A mistake and all turn their heads the other way

A success and everyone takes credit

Genocides are allowed by few penstrokes on a piece of paper

 

The children of tomorrow will inherit the earth

The children of tomorrow will inherit the problems

Caused by the children of yesterday

 

 

-Kristján Sigurðarson

 

minningarvottur

 

 

 

fyrir þér ég felli tár að eilífu

eitt fyrir ástina og annað fyrir vináttu

þriðja fyrir tímann sem stóð í blíðu og stríðu

fjórða fellur á gröf þína sem minningarvottur

 

þú vakir yfir mér, veit ég það

ég mun minnast þín á hverjum degi

þeir tímar sem við eiddum á hverjum stað

munu ekki gleimast jafnvel þó ég deyji

 

ó minn kæri vin þú fórst of fljótt

tæplega tvítugur eina nóvember nótt

ó minn kæri þú fórst of skjótt

en ég vona það að þú sofir rótt

 

 

 

Höf: Gunnar Þórólfsson

 

 

 

 

 

sár söknuður

 

 

 

blómkrans á leiði, fölnuð rós

lítið barn með ekkert bros

tár á kinn, söknuður í hjarta

bíð ennþá eftir ljósinu bjarta

tíu kerti, tvö þeirra flökta

stendur kyrr en hendurnar nötra

minningar streima, ekki verður að gráti

veit að á himnum bíður minn sá látni

 

 

 

 

Höf: Gunnar Þórólfsson

 

Gangan Heim

Rigningin bleytti axlirnar og úfið hárið,

löng ganga í rigningu gefur manni nýtt sjónarmið á allt.

Af hverju, hvernig og hvenær voru helstu spurningar mínar

en einhvernvegin hafði þetta allt orðið svo flókið.

 

Af hverju...var þetta svona?

Hvernig...losna ég úr þessu?

Hvenær...hættir sársaukinn og óvissan?

 

Óvissan...já það var óvissan sem var verst, það sem át mig að innan.

 

Hvað ef? Hvað ef? Hvað ef?

Allar samræðurnar sem ég hafði átt...

í höfðinu á mér sem ég var of hræddur til að eiga í alvöru.

 

Kannski gengur allt upp,

en kannski ekki.

En allt er betra en óvissan.

 

Verst hvað maður verður alltaf hugrakkur þegar maður hefur ekkert til að sanna.

 

Bíll keyrir fram hjá...ljósin stinga augu mín

og vatnsgusan sem fylgir kælir illa klæddan líkama minn

enn frekar.

 

En mér er sama...

ég hef stærri hluti til að hugsa um

en nefrennsli og hóstaköst.

 

Gríman íþyngir mér...

gríman sem ég set upp

á hverjum degi,

í hvert skipti.

 

“Mér líður vel”

“Það er ekkert að”

“Ég elska þig líka”

 

Lygar hversdagsins...

og ég þrái sannleikann...

en ég þrái einnig fleira.

 

Ég þrái hið fagra.

Ég þrái hið forboðna.

Ég þrái hið forna...

en einnig nýja sýn,

nýtt líf.

 

Það eina sem er sterkara en þráin...

er þörfin.

Ég þarfnast öryggis.

Ég þarfnast hættu.

Ég þarfnast ástar.

 

Ég þarfnast og þrái hina endurgoldnu ást sem ég eitt sinn átti...

en er nú horfin í auga eilífðarinnar.

 

Ég kem heim...ekkert er leyst.

 

Ég lýg mig í gegnum spurningaflóðið

eins og hvern annan dag

og loka mig svo inni.

 

Þegar ég er einn skrifa ég allt niður...

 

Mín tjáning.

Mín útrás.

Mín meðferð.

Minn flótti.

 

Verst hvað maður verður alltaf hugrakkur þegar maður hefur ekkert til að sanna.

eftir Jón Þór Sigurleifsson

 

Skínandi Sýn

 

Tunglið horfir niður á mig

sem þá skepnu sem ég er

í þessum lokaða veruleika.

 

Aldrei framar...

munu tár falla úr hinu eilífa auga.

Ljósið mun skína á nýjan leik...

eftir þann næsta.

 

Ef ég breyti rétt

Mun eilífðin grípa mig?

Mun ég...

breyta rétt?

 

Eða leiðist ég í glötun?

eftir Jón Þór Sigurleifsson

 

 

Sköpun

 

Flugbeittan hnífinn

í fingurinn rek.

Skrifa niður tilfinningar.

Blóðið mitt blek.

eftir Jón Þór Sigurleifsson

 

 

Þinn Hinsti Dagur

 

Þú kemur og segir,

með tárvotum augum,

allt sem segja þarf,

án þess að segja orð.

 

Þú heldur utan um mig

og ég vil ekki sleppa.

Að eilífu mun ég sakna þín.

 

Við tölum...

um ekkert og allt.

Aldrei áður hef ég séð

glampann í augum þér...

svo skæran.

 

Ég get ekki ímyndað mér líf án þín.

En þú virðist vera sátt.

Þú ert sá besti vinur,

sem ég hef nokkru sinni átt.

 

Við leggjumst í rekkju saman,

og faðmur þinn heldur á mér hita.

En hversu góð sem nóttin verður,

þá þykist ég vita.

 

Vita að þegar,

þegar ég vakna.

Þá verðurðu farin,

farin frá mér.

 

Þetta var þinn hinsti dagur...

og þú eyddir honum...með mér.

eftir Jón Þór Sigurleifsson

 

 

 

Íslenskutími

 

 

 

 

 

Ég geng þunglamalega að borðinu

 

Áður en ég veit af stendur kennarinn við töfluna

 

Einbeitingin bregst mér

 

Lýsingarorðin dansa polka fyrir forsetningarnar

 

Á meðan sagnorðin reykja út í horni

 

Einn sit ég eftir og horfi á hafið

 

Þar til bjallan hringir

 

Og ég held á vit ævintýragjarnra ferningsróta

 

 

 

 

 

-Brynjar Jóhannesson

 

 

 

 

 

 

 

Comments (0)

You don't have permission to comment on this page.