| 
  • If you are citizen of an European Union member nation, you may not use this service unless you are at least 16 years old.

  • You already know Dokkio is an AI-powered assistant to organize & manage your digital files & messages. Very soon, Dokkio will support Outlook as well as One Drive. Check it out today!

View
 

Listamenn

Page history last edited by PBworks 16 years, 5 months ago

Listamenn Þórshamars:

Langar þig að gerast listamaður á vegum Þórshamars? Kynntu þér málið hérna.

 

líka nefndur VoW á enskri tungu. VÁ gekk til liðs við Þórshamar fljótlega eftir stofnun þess en hefur lítið á sér kræla. Hann hefur þó unnið með Vigni Árnasyni við smásögu hans Ógó: Hið ótrúlega stórkostlega.

Listamanninum er oft lýst sem hann búi í eigin heimi og hefur hann t.d. viðurstyggð á "listasýningum" og telur þær mestu leiðindi sem til eru. Bæti einhver við tónlistaratriðum og rauðvínskút er hann hinsvegar geim í allt. VÁ er mikill efasemdarmaður og veit ekki í hvern fótinn hann á að stíga í list sinni. Hann er þó reiðubúinn í samstarf við eitthvað hresst fólk en vill benda fólki á útgáfuna vilji það hafa samband við hann þar sem hann er á milli heimila núna.

 

Frekar um Listamanninn:

Deviantart.com

 

 

Víngnir pÁ

er einn af undarlegustu fírunum sem sitja á innsta koppi hjá Þórshamar. Enginn veit í raun hver hann er og fáum við hjá útgáfunni efni hans sent í gegnum órekjanlegt tölvupóstfang. Sögusagnir herma að hann sé lausaleiksbarn sem hafi alið aldur sinn í Barcelóna og verið sonur íslenskrar konu og óþekkts sæðisgjafa. Hann hefur svo einhvern tímann rekið þig hingað á strendur Íslands.

    Hann hefur samið vísur & ljóð eftir að honum vitraðist í draumi ljósadís einskonar sem sagði honum að verða ljóðskáld. Upp frá því hefur hann ekki hætt að skrifa og hefur nú gefið út sinn fyrsta einblöðung.

    Hægt er að ná í skáldið á tölvupóstfangið vingnir-paa@iespana.es

 

Verðlaun:

Verstasta ljóðið, Kynníngarræða I. í ljóðasamkeppni nýhils og Verðandi.

Útgáfa:

Einblöðungur Ein

Frekar um skáldið:

Ljóð Víngnis pÁs

Ljóð.is

 

Vignir Árnason

er sonur Árna Davíðs Gísla Vignis Vagnssonar sem bú átti á Mýrum í Dýrafirði sem liggur í hjarta Vestfjarða. Hann er beinn afkomandi Snorra Sturlusonar rithöfunds í beinan karllegg í 23. ættlið en sá skrifaði Snorra-Eddu og fleira. Hann er ættmenni Egils Skallagrímssonar skálds í beinan karllegg í 29. ættlið en ljóð sem eftir hann liggja eru meistarastykki eins og: Það mælti mín móðir, Sonartorrek og Höfuðlausn.

Vignir sjálfur býr í kaupstaðnum Kópavogi. Hann hefur skrifað smásögur, greinar, viðtöl og fengið birt í menntaskólablaðinu Verðandi og hjá Þórshamar.

    Vignir er að vinna í nýrri smásögu um þessar mundir og ætlar að skrifa reglulega í Verðandi í vetur. Auðvelt er að ná í hann í síma 662-0486 og í tölvupóst: vignir.arnason@gmail.com. Hann er tilbúinn að ræða um samstarf við aðra listamenn og er meira en litið til í að koma fram og lesa upp smásögur & ljóð.

 

Útgáfa:

Óðagot

Ógó: Hið ótrúlega stórkostlega

Frekar um höfundinn:

smáSagan Þrællinn

smáSagan Ferðalagen

smáSagan Dauðaherbergið

Smakksprufa fyrir smáSöguna Óðagot

Smakksprufa fyrir Ógó: Hið ótrúlega stórkostlega

 

Athugið: orðrómur þess efnis að þessir þrír einstaklingar séu einn og sami maðurinn er uppspuni frá rótum.

Comments (0)

You don't have permission to comment on this page.