| 
  • If you are citizen of an European Union member nation, you may not use this service unless you are at least 16 years old.

  • You already know Dokkio is an AI-powered assistant to organize & manage your digital files & messages. Very soon, Dokkio will support Outlook as well as One Drive. Check it out today!

View
 

Smakksprufa fyrir smáSöguna Óðagot

Page history last edited by PBworks 17 years, 1 month ago

Óðagot eftir Vignir Árnason smakksprufa

 

Athugið að þessi texti er eign Vignis Árnasonar og er dreift frítt í kynningarskyni fyrir söguna. Leyfilegt er þó að pósta brotið annarsstaðar ef þessi stúfur fylgir.

Látið mig endilega vita af því ef þið póstið einhversstaðar á netinu, ekki að ég sé að skerða réttindi ykkar heldur þykir mér fróðlegt að vita ef einhver áhugi er á sögunni.

 

1. kapítuli

Hið Góða : Hið Illa. Hvort var að verki?

Við hengdum hann. Við tókum hann af lífi. Þetta er okkur að kenna. Þegar æðið rann af okkur áttuðum við okkur loks á því hvað við höfðum gjört aumingja díjeiinum*.

Svo virðist sem að ungmennin sem áttu þátt í ódæðinu, eigi það eitt sameiginlegt að hlusta á hljómsveit að nafni The Smiths og við húsleit fannst hjá öllum plata með laginu Panic þar sem fólk er beinlínis hvatt til þess að hengja plötusnúða:

    ,,Hang the D.J. ,Hang the D.J. ,Hang the D.J. ,

    Hang the D.J. ,Hang the D.J. ,Hang the D.J. ,”

     brot úr laginu Panic m/The Smiths.

Þessi orð virðast hafa verið í huga þessa fólks er það framdi illvirkið.

Ég stóð bara þarna með slatta af fólki sem ég þekkti ekki neitt, en hafði þó rétt í þessu ráðist með þeim að díjei og hengt hann. Ókei, hann var díjei, en hann átti samt ekki skilið að deyja, og ég þekkti hann í rauninni ekki neitt. Vissi bara að hann var díjei og spilaði hás** tónlist í Háshúsinu. Nei mér finnst ekki að menn sem hlusti á og/eða spili hás eigi skilið að deyja, í rauninni finnst mér að enginn eigi ,,skilið” að deyja fyrr en hans tími er kominn. Auðvitað geta gerst slys en þetta var ekki slys, það var samt ekki eins og að við hafi planað þetta, þetta bara gerðist.

*DJ: Plötusnúður; enska.

**House: tegund af dansklúbbatónlist; enska.

Comments (0)

You don't have permission to comment on this page.